Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 
 
Strandhreinsunardagurinn verður haldinn á morgun 4. maí. 1. - 3. bekkur tók þátt í deginum með því að tína rusl í bænum. Það munu koma inn myndir á heimasíðuna fljótlega.  
 
Síðustu tvo dagana voru skólastjórnendur á Vesturlandi í heimsókn. Það var virkilega gaman að fá þau hingað til okkar.  
 
Í næstu viku fer 5. bekkur í árlega menningarferð. Við viljum þakka fyrir hversu vel var tekið á móti þeim í sölu þeirra á bekkjarblaðinu.  
 
Fyrir mistök voru sendir valgreiðsluseðlar á öll börn í skólanum. Stjórn foreldrafélagsins vill koma þeim skilaboðum að hið rétta var að senda einn inn á hvert heimili sem er með barn í skólanum. Þau biðjast velvirðingar á þessum mistökum.  
 
Að lokum viljum við minna á skipulagsdaginn á mánudaginn en þá er frí hjá nemendum.  
 
Njótið helgarinnar og hækkandi sólar  
 
Berglind og Lilja Írena