Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir  
 
Hérna í skólanum er rauður Stiga sleði í óskilum. Við viljum trúa því að einhver hljóti að vilja endurheimta hann. 
 
Í gær kom 5. bekkur heim úr vel heppnaðri menningarferð. Að vanda var um fjölbreytta dagskrá að ræða. Við viljum þakka öllum sem styrktu þau til fararinnar.  
 
Í næstu viku munu nemendur úr 7. - 9. bekk velja sér valfög í skólanum. Þá koma nemendur úr leikskólanum sem hefja munu nám hjá okkur í haust í vorskóla í næstu viku. Það er því nóg um að vera við undirbúning næsta skólaárs. 
 
Njótið helgarinnar  
 
Berglind og Lilja Írena