Kæru vinir
Vorskólinn gekk vel og erum við mjög ánægð með hópinn sem mun koma til okkar í 1. bekk á næsta skólaári. Við vonum að upplifun þeirra hafi verið góð.
Nemendur á verðandi unglingastigi völdu sér valgreinar fyrir næsta skólaár. Eftir tæknilega örðugleika tókst öllum nemendum að velja. Við erum sannfærð um að það hafi verið góð ákvörðun að gefa þeim tíma í skólanum til að velja í stað þess að þau geri það heima eins og áður hefur verið. Vonum við að þau hafi verið ánægð með þetta fyrirkomulag.
Á mánudaginn fer 9. bekkur til Danmerkur og dvelur eins og svo oft áður í Kolding hjá pennavinum sínum ásamt því að dvelja í Kaupmannahöfn í nokkra daga. Við óskum þeim góðrar og lærdómsríkrar ferðar.
Við vorum ánægðar með þátttökuna í júróvisjónleikjum skólans. Gjafabréf í Bókaverzlun Breiðafjarðar verða veitt í verðlaun á mánudaginn. Nokkrir starfsmenn klæddu sig í Hatarabúninga í dag og vakti það mikla eftirtekt meðal nemenda og starfsfólks.
Gleðilega Júróvisjónhelgi!
Berglind og Lilja Írena