Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 
 
Eins og þið eflaust munið að þá hættum við að nota Facebooksíðu skólans í lok síðasta skólaárs. Nú hefur svona mesta rykið varðandi nýju persónulögin sest. Það þýðir að hlutirnir eru orðnir skýrari og ljóst að við megum nota síðuna með nokkrum skilyrðum varðandi myndbirtingu. Við höfum tilfinnanlega fundið fyrir því að gluggarnir út í samfélagið hafa lokast að miklu leyti með því að nota ekki síðuna og að sama skapi nú þegar við höfum ekki Stykkishólmspóstinn. Við höfum undanfarið verið í þeirri vinnu að eyða út myndum af síðunni okkar. Við nefnilega töldum það betri kost að byrja að nota aftur þá síðu en að búa til nýja þar sem við vorum komin með það marga fylgjendur. Við ætlum að byrja að nota síðuna strax í næstu viku.  
 
Þessi vika hefur verið umhverfisvika hjá okkur og hafa bekkirnir farið í að tína rusl, hver á sínu svæði.  
 
Þá var í vikunni málþing um skólaforðun. Þetta er nýtt hugtak sem þið hafið kannski ekki heyrt um en er æ meira í umræðunni. Á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga má sjá glærur og upptökur frá þinginu. Við viljum hvetja ykkur foreldra og forráðamenn að kynna ykkur þetta mikilvæga efni. Hér er krækja inn á efnið: https://www.samband.is/frettir/skolamal/fjolsott-malthing-um-skolasokn-og-skolafordun 
 
Í næstu viku kemur 9. bekkur heim úr Danmerkurferð sinni, 10. bekkur fer í lokaferð sína á þriðjudaginn og 3. bekkur fer í Dalaferð á miðvikudaginn. 
 
Í næstu viku verður hreyfivika UMFÍ í Stykkishólmi og tekur skólinn þátt með heilsuviku. Nemendur munu fá blað með sér heim á mánudaginn með hugmyndir að heimaverkefnum og geta safnað sér heilsustigum. Við vonum að því verði vel tekið. 
 
Njótið helgarinnar og góða veðursins 
 
Berglind og Lilja Írena