Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 
 
Þá er lífleg vika á enda komin. Á miðvikudaginn voru margir bekkir úr húsi að kanna og fræðast um nærumhverfið sitt. Það er liður í átthagafræði skólans. Við stjórnendur erum mjög stoltar af þeim skrefum sem tekin hafa verið til að efla átthagafræðina. 1. bekkur kannaði lífríki í fjöru rétt fyrir utan bæinn. 2. bekkur gekk Berserkjagötu ásamt 9. bekk. 3. bekkur fór í Dalaferð og heimsóttu Mjólkurvinnsluna, Eiríksstaði og Erpstaði. 4. bekkur fór í heimsókn að Stakkhamri á sunnanverðu Snæfellsnesi. 5. bekkur vann verkefni sem tengjast landnámi og 6. bekkur voru að vinna verkefni um gömlu húsin. 7. bekkur gekk í Skonsudal. 8. bekkur gekk upp á Kerlingafjall og heimsóttu kerlinguna. 10. bekkur var í lokaferð. Sumir nemendurnir fullyrtu að þeir hefðu ekki verið í skólanum og ekki að læra neitt en raunin er sú að vettvangsferð er frábær kennsluaðferð sem festir upplýsingar betur í minni en bóknám því nemendur eru að upplifa, handfjatla, sjá og meðtaka. Þar að auki er það hópefli. Við erum því ánægðar með að leyfisbeiðnir þennan dag voru ekki miklar.  
 
Við viljum minna á skólaslit miðvikudaginn 5. júní klukkan 18:00 í Stykkishólmskirkju. Við hvetjum fólk til að mæta prúðbúið.  
 
Góða sólarhelgi! 
 
Berglind og Lilja Írena