Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 

Við stjórnendur erum glaðar að byrja skólastarfið aftur. Það var gaman að hitta alla krakkana eftir sumarið.  

Þessi fyrsti skóladagur gekk vel fyrir utan net- og símaleysi. Vonandi hafa allir náð að hafa samband við okkur.  

Fyrstu þrjár vikurnar verða útiíþróttir eða 26. ágúst - 13. september. 

Hér fyrir neðan eru upplýsingar sem ég fór yfir á skólasetningu í gær vegna framkvæmda á skólalóðinni. Endilega lesið þið þær vel yfir sem ekki komust á skólasetninguna.  

 

Í tilefni skólasetningar og vegna framkvæmda sem hafa verið á  
skólalóðinni í sumar, er rétt að benda á nokkur atriði bæði fyrir  
foreldra, nemendur sem og aðra. 
 
Framkvæmdum á skólalóðinni er að mestu lokið, en það eru nokkur atriði  
sem á eftir að klára og verða kláruð á næstu dögum. 
 
1.      Steypa gangstétt meðfram Borgarbraut að hluta og mála gangbrautir  
yfir borgarbrautina á tveimur stöðum. 
2.      Það á eftir að setja upp einhver umferðarskilti við bílastæðið, en  
vert er að benda á fyrir þá sem koma á bílum að það er ein-stefnuleið að  
skólanum, keyrt inn við íþróttahús og út við ærslabelg. Fyrir þá sem  
?skutla? nemendum í skólann, eru sleppistæði alveg við endann á  
bílastæðinu þar sem hægt er að hleypa nemendum út, en þau stæði eru alls  
ekki til að leggja í, bara ?Drop-off? stæði. 
3.      Ekki má keyra inn á stétt eða hellulögn við skólann og eru allir  
beðnir um að virða það. Hitalögn er í nýju stéttinni og nær hún alveg út  
fyrir bláu-stæðin út á bílaplani, svo það ætti að vera auðvelt að komast  
að skólanum í vetur. 
4.      Öll aðföng koma að skólanum á bakvið núna, en þar er komið  
aðgengi að matsal. 
 
Svo þar sem lóðin svo ný er torfið laust á moldinni og torfið þarf  
nokkra daga eða vikur til að skjóta rótum, það fer allt eftir veðri, því  
er óskað eftir að ekki sé verið mikið í brekkunum þar sem torfið laust  
og ekki má lyfta upp þökunum, það hægir á öllu ferli. Það tekur tíma  
fyrir skólalóðina að komast í endanlegt útlit en ef allir hjálpast að   
bera virðingu fyrir torfinu sem og öðru tekur þetta skemmri tíma. 
 
Með fyrirfram þökk, 
 
Framkvæmdaraðilar. 

Góða helgi  

Berglind og Lilja Írena