Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir  
 
Við erum afskaplega ánægð með hvað gengur vel á nýja bílastæðinu. Það hafa ekki komið upp neinir hnökrar sem við höfum heyrt af og nýja sleppistæðið er að virka vel.  
 
Við höfum ákveðið að vera ekki með sérstaka símaviðtalstíma hjá umsjónarkennurum. Þessir tímar hafa verið mjög lítið eða ekkert notaðir. Við teljum best að foreldrar/forráðamenn noti tölvupóst. Enda nota nánast allir hann.  
 
Í vetur ætlum við að bjóða upp á heimanám. Tímarnir sem urðu fyrir valinu eru þriðjudagar og miðvikudagar frá kl. 14 ? 15. Leiðbeinandi verður Rósa Kristín Indriðadóttir líkt og í fyrra. Þessir tímar voru teknir frá áður en Snæfellstaflan var búin til svo það á ekki að vera árekstur. Við viljum biðja ykkur um að hvetja börn ykkar að nýta þessa tíma. Þeir virka þannig að nemendur þurfa ekki að sitja þá allan tímann heldur mega koma og klára verkefnin og fara.  
 
Búið er að ráða Þórhildi Sif Loftsdóttur í Regnbogaland. Hún mun hefja störf mánudaginn 2. september og er þá fullmannað. Starfið fer vel af stað í nýju rými og erum við mjög glaðar með það.  
 
Í næstu viku verður 10. bekkur með nemendur frá Kolding í heimsókn en það er vinabær Stykkishólms í Danmörku.  
 
Njótið helgarinnar  
 
Berglind og Lilja Írena