Kæru vinir
Það gerðist í vikunni að foreldrafundur 1. - 4. bekkjar rakst á foreldrafund hjá nemendum á Nesi í leikskólanum. Við höfum ekki lent í þessu áður en við gerum okkur grein fyrir að þetta er óheppilegt. Við ræddum við stjórnendur í leikskólanum og ætlum að reyna að koma í veg fyrir að slíkt gerist á næsta skólaári.
Á mánudaginn hefst svo dansinn að nýju. Eins og fyrri ár mun Jón Pétur koma og kenna nemendum í 1. - 6. bekk.
Á þriðjudeginum verða kosningar í umsjónartíma þar sem kosið verður í nemenda-, íþrótta- og tækniráð fyrir þetta skólaár. Í vetur verður Rósa Kristín Indriðadóttir tengiliður nemendaráðs og Ragnar Ingi Sigurðsson tengiliður íþróttaráðs.
Hafið það sem allra best um helgina
Berglind og Lilja Írena