Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir  
 
Við stjórnendur viljum ítreka það að nemendur geta fengið leyfi til þess að vera inni í tvo daga eftir veikindi. Þá er þeim heimilt að sleppa sundi og íþróttum sömuleiðis í tvo daga eftir veikindi. Besta leiðin er að láta ritara vita með því að hringja, senda tölvupóst eða skrá í Námfús.  
 
Framkvæmd samræmdra könnunarprófa hjá 7. bekk gekk vel og var síðara prófið í dag. Í næstu viku er svo komið að 4. bekk og verða þau próf einnig á fimmtudegi og föstudegi.  
 
Síðasta þriðjudag voru haldnar kosningar hjá 7. - 10. bekk.  Nýir formenn nemendaráðs eru Helga María Elvarsdóttir og Sara Jónína Jónsdóttir og formenn íþróttaráðs eru Jason Helgi Ragnarsson og Sindri Þór Guðmundsson.  Það var tengiliður nemendaráðs Rósa Kristín Indriðadóttir sem sá um framkvæmd kosninganna. Umsjónarkennarar munu svo sjá um að hver bekkur kjósi fulltrúa í nemendaráð úr fyrrgreindum bekkjum. Þá sjá þeir einnig um valið í tækniráð.  
 
Í dag fengum við góða heimsókn frá bæjarfulltrúum okkar og vinabæja okkar, Kolding, Örebro, Drammen og Lappeenranta.  
 
Hafið það sem allra best um helgina  
 
Berglind og Lilja Írena