Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir

Þetta er búin að vera mjög viðburðarrík vika hjá okkur í skólanum. Mánudag og þriðjudag fengum við til okkar góða gesti. Arnar Freyr Frostason sem kennir sig við rapp-tvíeykið Úlfur Úlfur vann með nemendum í 8. - 10. bekk í textagerð í tengslum við Júlíönuhátíð. Fyrirhugað er að sýna afraksturinn föstudaginn 23. febrúar þegar hátíðin verður og mun Arnar Freyr koma þá aftur. Við vorum svo heppin að unnusta hans Salka Sól kom með honum. Hún var með fyrirlestur um einelti í 8. - 10. bekk og söng með nemendum í 1. - 4. bekk og þau sungu fyrir hana.

Það blés ekki byrlega hjá okkur á öskudag og varð foreldrafélagið að fella niður gönguna.
Sama dag vorum við með söngsal með öllum nemendum.

Þá var lýðræðisþing í 8. - 10. bekk sem Gissur Ari tómstunda- og félagsmálafulltrúi hélt utan um ásamt nemendum sínum. Mjög vel heppnað og skemmtilegt þing hjá krökkunum.

Seinnipartinn í gær var forkeppni í valfaginu Stíll. Stíll er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema. Í ár var þemað drag. Hlutskarpastar voru Birta Sigþórsdóttir og Salvör Mist Sigurðardóttir sem fengu verðlaun fyrir hár, förðun og heildarútlit og munu keppa í lokakeppninni 17. mars í Digranesi. Margrét Lilja Álfgeirsdóttir, María Margrét Káradóttir og Lóa Kristín Kristjánsdóttir fengu viðurkenningu fyrir hönnunarmöppu. Dómnefnd var skipuð þeim Katrínu Gísladóttur snyrtifræðingi, Ólöfu Ásdísi Kristjánsdóttur hársnyrti, Högna Högnasyni og Vigni Sveinssyni.

Megið þið eiga góða helgi
Berglind og Lilja Írena