Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir  
Á miðvikudag var allt starfsfólk skólans á velheppnuðu skólamálaþingi í Grundarfirði. Þar var fjallað um samskipti og líðan á vinnustað. 
Óundirbúna rýmingaræfingin á þriðjudaginn var gekk vonum framar. Það eina sem skyggði á var að í tveimur tilvikum var ekki búið að tilkynna um forföll hjá nemendum. Þegar við vorum komin með alla nemendur út í Íþróttamiðstöð kom í ljós að það vantaði tvo nemendur ásamt því að við höfðum beðið tvo aðra nemendur að fela sig. Slökkviliðið fór inn að leita. Þetta kennir okkur að það er mjög mikilvægt að foreldrar láti vita strax og þá helst fyrir fyrsta tíma ef um forföll er að ræða. Hægt er að gera það beint inn á namfus.is, í tölvupósti á grunnskoli@stykk.is og í síma 433 8177. 
Það er rétt að upplýsa ykkur foreldra um að ekki hefur tekist að ráða í stöðu náms- og starfsráðgjafa hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga. Það þýðir að við fáum ekki þessa þjónustu til okkar á meðan en síðustu ár hefur viðkomandi aðili verið einn dag í viku hjá okkur.  
Á þriðjudaginn næsta verður Þjóðleikhúsið á ferðinni. Þau munu sýna tvær sýningar í sal tónlistarskólans. Fyrri sýningin verður kl. 10 fyrir nemendur í 1. og 2. bekk og heitir hún Ómar orðabelgur og seinni sýningin kl. 13 fyrir nemendur í 8. - 10. og heitir hún Velkomin heim.  
Að lokum minnum við á myndatökuna næsta miðvikudag 9. október. Við hvetjum nemendur til að mæta í betri fötunum. 
Hafið það sem allra best um helgina 
Berglind og Lilja Írena