Kæru vinir
Við erum mjög ánægð í skólanum að Þjóðleikhúsið skuli hafa það hlutverk að sinna landsbyggðinni. Það var í það minnsta mjög gaman á þeim sýningum sem þau buðu upp á í vikunni í sal Tónlistarskólans.
Á miðvikudaginn var fyrsti fundur nýskipaðs foreldraráðs. Við stjórnendum teljum mjög mikilvægt að fá ykkur foreldra/forráðamenn í þau störf sem unnin eru þar.
Tæknimessan hjá 8. - 10. bekk gekk vel í dag. Þau koma örugglega mun fróðari um iðn- og tæknistörf til baka.
Í næstu vikur verður fyrsti söngsalur vetrarins. Nánar til tekið í umsjónartíma (lífsleikni) sem er hjá öllum bekkjum á sama tíma á þriðjudögum kl. 11:10. Ef þið hafið áhuga á að koma og fylgjast með eru allir velkomnir sem og alla aðra daga.
Í næstu viku erum við með jafnréttisviku.
Góða helgi
Berglind og Lilja Írena