Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir  

Þá er jafnréttisvikunni okkar að ljúka. Í tilefni af henni vorum við með söngsal þar sem við sungum um að vinátta skiptir miklu máli, við fögnum fjölmenningu, að við getum bæði tekið okkur konur og karla til fyrirmyndar og svo sungum við einnig lagið Country Roads með íslenskum texta sem fjallar um Stykkishólm. Textinn mun koma innan tíðar á heimasíðuna. Að lokum sungum við fyrir öll afmælisbörn sem hafa átt afmæli síðan síðasti söngsalur var, þ.e. maí til október! 

Í næstu viku verður stórhátíð hjá 1. - 4. bekk ásamt elstu bekkjum leikskólans. Miðvikudaginn 23. október verður Maxímúsdagurinn. Í sköpun hafa nemendur unnið að undirbúning dagsins í samvinnu við leikskóla og tónlistarskóla. Þennan dag verða tónleikar á vegum nemenda Tónlistarskólans og hver veit nema Maximús sjálfur komi í heimsókn. Við hlökkum mikið til. 

Góða helgi  

Berglind og Lilja Írena