Vikupóstur stjórnenda

 
Kæru vinir  
 
Þessi vika er búin að vera nokkuð viðburðarík. Við fengum hinseginfræðslu í 8. - 10. bekk. Til okkar kom ungur maður frá samtökunum ?78 sem er uppalinn í Dölunum og sagði reynslu sína af því að koma út úr skápnum í litlu samfélagi.  
 
Á þriðjudaginn voru tveir tónleikar með Maximús Músíkús fyrir eldri nemendur leikskólans og nemendur í 1. - 4. bekk grunnskólans. Velheppnað samstarfsverkefni á milli leikskólans, grunnskólans og tónlistarskólans. Í grunnskólanum hafði sköpunarteymið veg og vanda að skipulagningu verkefnisins.  
 
Það hefur borið á því undanfarið að nemendur allt niður í 6. bekk borði ekki matinn í mötuneytinu og fari frekar út í Bónus og kaupi sér kex, gos, sælgæti og orkudrykki. Skólastjóri er búinn að fara í bekki og ræða við nemendur. Það er ekki leyfilegt að vera með slíkt í skólanum. Við viljum biðja ykkur foreldra um að ræða þetta heima fyrir.  
 
Vikunni lauk svo með handboltamóti hjá 6. - 10. bekk. 
 
Nú er farið að verða kaldara hjá okkur og enn meira myrkur. Við viljum því minna á hlý föt og endurskinsmerki.  
 
Vonum að þið njótið helgarinnar 
 
Berglind og Lilja Írena