Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir  
 
Þá líður óðum að haustfríinu. Við kennum eingöngu tvo daga í næstu viku, mánudag og þriðjudag. Síðan koma fjórir frídagar. Við vonum að nemendur nái að hvíla sig og endurnæra áður en við höldum áfram án þess að það komi neinn frídagur fram að jólum. Kennsla hefst svo aftur þriðjudaginn 12. Nóvember. 
 
Eins og við höfum sagt frá áður eru breytingar í sérkennslumálunum. Sella ætlar að stíga til hliðar sem verkefnastjóri sérkennslu og snúa sér alfarið að sérkennslu. Við kyndlinum tekur Steinunn Alva Lárusdóttir og hefur hún nú þegar hafið störf sem verkefnastjóri sérkennslu.   
 
Í síðustu viku ræddum við um kaup nemenda á sælgæti, orkudrykkjum og gosi. Í einhverjum tilvikum var um misskilning að ræða. Nemendum í efri bekkjum er heimilit að fara í Bónus og kaupa sér hollt nesti, ekki síst ef það gleymist að koma með það að heiman.  
 
Njótið helgarinnar  
 
Berglind og Lilja Írena