Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir  
 
Þá er allt komið á fullt eftir haustfrí. Við vonum að allir hafi haft það gott í fríinu. Við komum reynslunni ríkari frá Berlín eftir að hafa farið í tvo skóla og á eitt námskeið í upplýsingatækni. Við munum svo fá annað námskeið hér heima um núvitund.  
 
Þegar við komum heim heyrðum við umfjöllun í útvarpinu þar sem var verið að ræða minni notkun á endurskinsmerkjum. Við höfum ekki gert neina úttekt á því hjá okkur en þar sem við áttum nokkrar birgðir af þeim ákváðum við að gefa öllum nemendum eitt slíkt.  
 
Nú er kominn til starfa hjá okkur danskur farkennari. Hún heitir Britta Junge og mun verða hér í Stykkishólmi fram að áramótum. Frá því í september hefur hún starfað í Grunnskóla Grundarfjarðar og í Grunnskólanum í Snæfellsbæ. Við bjóðum hana velkomna í samfélagið okkar þann tíma sem hún mun dvelja í Stykkishólmi.  
 
Á morgun, laugardaginn 16. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu. Að því tilfefni ætlum við að vera með söngsal á þriðjudaginn á bókasafninu þar sem m.a. verða sungin gömul ættjarðarljóð. Allir velkomnir á meðan að húsrúm leyfir.  
 
Góða helgi  
 
Berglind og Lilja Írena