29.11.2019
Kæru vinir
Við heyrðum að jólaföndur foreldrafélagsins hefði gengið vel. Við vonum að allir nemendur hafi haft gaman af.
Í vikunni fengum við til okkar læsisráðgjafa frá Menntamálastofnun og funduðu fulltrúar grunnskóla og leikskóla með honum. Þetta var góður fundur þar sem við fengum ábendingar um það hvernig við getum aukið samtalið á milli þessara skólastiga.
Á mánudaginn 2. desember verður kveikt á jólatrénu í Hólmgarði kl. 18. Það er venju samkvæmt nemendur í 1. bekk sem munu sjá um það. Nemendur úr 3., 4. og 5. bekk munu syngja nokkur jólalög.
Njótið helgarinnar
Berglind og Lilja Írena