06.12.2019
Kæru vinir
Það var skemmtileg stund í Hólmgarði þegar 1. bekkur tendraði ljósin á jólatrénu. Gaman var að hlusta á krakkana úr 3. - 5. bekk syngja vel valin jólalög.
Í dag var jólapeysudagur og var gaman að sjá hversu margir nemendur komu klæddir í eitthvað jólalegt.
Þriðjudaginn kemur 10. desember kl. 10:30 verður hin árlega kirkjuferð þar sem 3. bekkur mun sýna helgileik í Stykkishólmskirkju. Þetta verkefni er samstarfsverkefni á milli grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla. Nemendur í 1., 2., 4. og 5. bekk munu ásamt elstu nemendum á leikskólanum horfa á.
Nú eru eingöngu tvær vikur fram að jólafríi. Við ætlum eins og kostur er að hafa þær eins rólegar og notalegar og hægt er. Dagana 18. og 19. desember verður svokallað jólaþema þar sem allir bekkir fá að upplifa eitthvað tengt jólunum. Föstudaginn 20. desember verður síðasti skóladagur fyrir jól og venju samkvæmt verður hann skertur og við höldum Litlu jólin.
Njótið aðventunnar
Berglind og Lilja Írena