Vikupóstur stjórnenda

 

 
Kæru vinir  
 
Gleðilegt nýtt ár með þökk fyrir það liðna  
 
Á skipulagsdegi í dag var farið yfir niðurstöður nemendakönnunar Skólapúlsins. Þá var starfsfólk skólans á námskeiði í skyndihjálp. Almennt starfsfólk sat fund á vegum Starfsmannafélags Dala og Snæfellsnessýslu og kennarar undirbjuggu kennslu.  
 
Nemendur mæta samkvæmt stundaskrá á mánudaginn 6. janúar. Þá höldum við upp á Þrettándann meðal annars með söngsal og grímugerð á yngsta og miðstigi.  
 
Hlökkum til að sjá ykkur öll  
 
Góða helgi  
 
Berglind og Lilja Írena