Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 

Í gær fimmtudag var Hafrún Bylgja Guðmundsdóttir með námskeið í félagsfærni fyrir skólaliða og stuðningsfulltrúa. Á meðan vorum við stjórnendur með nemendum í Regnbogalandi. Virkilega gaman og gagnlegt fyrir okkur að kynnast starfinu þar af eigin raun.  

Í gærkvöldi las Gestur Alexander nemandi í 7. bekk upp ljóð á opnunarhátíð Júlíönuhátíðarinnar á Vatnasafninu.  

Kl. 11 í morgun voru nemendur í 5. - 10. bekk með viðburð á nýja bókasafninu sem var afrakstur vinnu Arnars Freyrs (Úlfur Úlfur) með þeim um daginn. Gaman að sjá nemendur blómstra á nýjan hátt. Seinna í dag mun opna sýning nemenda í 1. - 4. bekk á verkum sem tengjast ástinni. Sýningin er hluti af Júlíönuhátíðinni. Að lokum munu Dagný Inga, Jóhanna María, Salvör Mist, Heiðrún Edda, Thelma Lind og Védís Ýr lesa upp ljóð á nokkrum stöðum í bænum. 

Njótið alls þess sem helgin hefur upp á að bjóða 

Berglind og Lilja Írena