Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 
 
Við höfum ekki heyrt annað en að nemendum og kennurum hafi þótt sýningin Ókunnugur í Frystiklefanum góð og áhugaverð. Minnum á að sýning fyrir aðra verður í kvöld kl. 20 og er frítt inn. Tilvalið að fara og sjá og ræða síðan við börnin ykkar um það sem þar fór fram.  
 
Miðvikudaginn 22. janúar eru foreldra- og nemendasamtöl. Nánari upplýsingar má finna í síðasta vikupósti og hjá umsjónarkennurum.  
 
Vinsamlegast munið eftir að skoða hvort ykkar börn eigi eitthvað af þeim óskilamunum sem hafa dagað uppi hjá okkur. Þeir verða venju samkvæmt í anddyrinu á miðvikudaginn þegar þið komið í samtölin.  
 
Nú er úti norðanvindur. Við viljum minna á hlý útiföt, húfur og vettlinga. Nemendur í 1. - 7. bekk fara út í flestum veðrum enda hollt að sækja sér súrefni og hreyfingu. 
 
Við vonum að þið hafið það sem best um helgina, 
 
Lilja Írena og Berglind