Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 
 
Gleðilegan bóndadag! 
 
Við viljum þakka foreldrum kærlega fyrir góða mætingu í gær en þá fóru fram foreldra- og nemendasamtöl. Slík samtöl eru alveg ótrúlega mikilvæg fyrir samstarf heimilis og skóla. Við vonum að þið upplifið það einnig. 
 
Nú er haustönn lokið og vorönn hafin. Skólaárið er því hálfnað.  
 
Á þriðjudaginn vorum við með söngsal hjá 1. - 7. bekk þar sem sungin voru lög sem tengjast þorranum.  
 
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga hefur ráðið Agnesi Helgu Sigurðardóttur í 20% starfshlutfall í stöðu náms- og starfsráðgjafa í grunnskólunum á Snæfellsnesi. Það þýðir að hún mun verða hjá okkur þrjá daga fram að skólalokum. Áætlað er að hún verði 28. janúar, 3. mars og 31. mars.  
 
Á mánudaginn munum við hefja lestrarátak í öllum bekkjum. Það er læsisteymi skólans sem stendur fyrir því. Við viljum hvetja foreldra og forráðamenn að hvetja börn sín til þess að sinna lestrinum vel. Fyrirkomulagið er eins og við höfum gert áður. Nemendur fá eina poppbaun fyrir hverjar 5 mínútur af lestri. Mánudag og á þriðjudaginn mun Hildur Knútsdóttir rithöfundur koma og vinna með ritun í 6. - 10. bekk. Koma hennar er samstarfsverkefni vegna Júlíönuhátíðar.  
 
Góða helgi 
 
Berglind og Lilja Írena