Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 
 
Við vonum að nú sé flensutímabilinu senn að ljúka. Við sjáum að flensan hefur lagst illa á sumar fjölskyldur og óskum þeim góðs bata um leið og við vonum að ekki fleiri fái hana.  
 
Á þriðjudaginn fengu nemendur í 6. - 10. bekk kynningu á niðurstöðum nemendakönnunar Skólapúlsins. Þetta er liður í að auka lýðræði í skólastarfinu og gefa röddum nemenda aukið vægi.  
 
Á mánudaginn fer 8. bekkur og dvelur í Ungmennabúðum UMFÍ sem nú eru starfræktar á Laugarvatni. Þau munu dvelja þar fram á föstudag. Við vonum að dvölin verði þeim ánægjuleg.  
 
Þá fer 10. bekkur í svokallaðan framhaldsskólahermi á miðvikudaginn sem gengur út á að upplifa venjulegan skóladag í Fjölbrautaskóla Snæfellinga.  
 
Við viljum minna á lestrarátakið sem er í 1. - 10. bekk. Foreldrar eru beðnir um að kvitta fyrir lesnar mínútur. Lestur er árangursríkasta leiðin til að auka orðaforða. 
 
Góða þorrablótshelgi! 
 
Lilja Írena og Berglind