Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir  
 
Enn er veðrið að minna á sig. Það er búið að vera ansi hvasst hérna fyrir utan skólann þannig við þökkum ykkur foreldrum fyrir að hafa fylgt börnum ykkar inn.  
 
Vegna þess hversu marga nemendur vantaði í dag ákváðum við að fresta popphátíðinni sem átti að vera núna í lok lestrarátaksins.  
 
Í gærkvöldi var mjög góður fyrirlestur á bókasafninu um forvarnir. Minningarsjóður Einars Darra stendur fyrir þjóðarátakinu ÉG Á BARA EITT LÍF og fræðslu og forvarnarverkefninu EITT LÍF Sjá hér: https://www.eittlif.is/ Það verður að segjast eins og er að það hefði verið gaman að sjá fleiri foreldra á fyrirlestrinum.  
 
Á mánudaginn kemur fer 7. bekkur í skíðaferð á Dalvík. Þau munu dvelja þar fram á miðvikudag og fá kennslu á skíðum. Við vonum að þau fái gott veður.  
 
Að lokum viljum við minna foreldra Regnbogalandsbarna á að næsta mánudag verður styttri dagur. Í vetur höfum við náðum fáum starfsmannafundum og viljum ná einum á þessum tímapunkti. 
 
Góða helgi  
 
Berglind og Lilja Írena