Kæru vinir
Í dag vorum við með popphátíð til að fagna góðu lestrarátaki. Hún hefði átt að vera fyrir viku síðan en þann dag var leiðinlegt veður og margir nemendur því heima. Hátíðin heppnaðist mjög vel og vonum við að nemendur hafi verið ánægðir.
Við þurftum að fresta skíðaferð 7. bekkjar og munu þau fara 23. mars. Það er því óhætt að segja að veðrið hafi haft sín áhrif á skólastarfið í vetur.
Í næstu viku verður margt um að vera. Við byrjum á bolludeginum á mánudaginn. Það er rétt að geta þess að það verður boðið upp á bollur í mötuneytinu fyrir þá sem eru í mataráskrift. Á þriðjudaginn verður svo að sjálfsögðu boðið upp á saltkjöt og baunir. Öskudagurinn verður að venju á miðvikudaginn. Þá er skertur dagur og allir búnir í hádegishléinu sínu. Við sendum út sér tölvupóst honum tengdum fyrr í morgun.
Að lokum verða atriði tengd Júlíönuhátíð föstudaginn 28. febrúar. Þeir eru eftirfarandi:
Kl. 11 Amtsbókasafnið í Stykkishólmi
Hugarflug ? afrakstur ritvinnslu
Árangur samstarfs Júlíönuhátíðar og Grunnskólans í Stykkishólmi undir stjórn Hildar Knútsdóttur rithöfundar
Kl. 13 Dvarlarheimili Stykkishólms
Bilið brúað - nemendur Grunnskólans í Stykkishólmi lesa fyrir eldri borgara
Kl. 15 Skipavíkurverslun
Fjölbreytileiki lífsins - myndverk
Sýning á verkum nemenda yngri deilda Grunnskólans í Stykkishólmi. Myndirnar snúa út á götu svo hægt verður að skoða þær á öllum tímum á meðan á hátíðinni stendur.
Allir eru velkomnir á þessa viðburði
Góða helgi
Berglind og Lilja Írena