Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 
 
Mikið var gaman að sjá nemendur í búningum á öskudaginn. Mikill fjölbreytileiki var í búningum og gaman að sjá hversu margir lögðu vinnu í sinn eigin búning. Við viljum þakka foreldrafélaginu fyrir gott skipulag og skemmtilega dagskrá 
 
Á þriðjudaginn tilkynntum við hvaða bekkur varð hlutskarpastur í lestrarátakinu. Í fyrsta sæti var 6. bekkur með 129 baunir á mann (fyrir hverjar 5 mínútur fengu nemendur 1 baun). Í öðru sæti var 2 bekkur með 120 baunir á mann og í þriðja sæti var 4. bekkur með 93 baunir á mann. Virkilega vel gert og vonandi áskorun fyrir aðra að gera enn betur að ári.  
 
Júlíönuhátíðin var sett í gær og erum við sérstaklega spenntar fyrir framlagi nemenda á henni.  Í morgun lásu nemendur í 7. - 10  bekk upp sögur sem var afrakstur vinnu Hildar Knútsdóttur með nemendum. Þá lásu tveir nemendur úr 7. bekk þær Helga Sóley og Hulda Salóme upp valdar sögur fyrir eldri borgara á Dvalarheimilinu kl. 13. Að lokum mun sýningin Fjölbreytileiki lífsins opna í glugganum í Skipavíkurbúð á eftir kl. 15 með myndverkum nemenda í 1. - 5. bekk.  
 
Fyrr í dag voru sendar út upplýsingar um árshátíðarvikuna sem er í næstu viku, annars vegar á foreldra og forráðamenn 1. - 6. bekkjar og hins vegar á foreldra og forráðamenn 7. - 10. bekkjar sem mikilvægt er að lesa vel. 
 
Góða helgi og gleðilega árshátíðarviku 
 
Berglind og Lilja Írena