Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 
 
Við vonum að allir hafi notið þriggja daga helgarinnar um síðustu helgi.  
 
Það er óhætt að segja að við erum að lifa nokkuð óvenjulega tíma. Búið er að setja á laggirnar viðbragðsteymi Stykkishólmsbæjar sem skólastjóri mun sitja í. Nú þegar höfum við sent á ykkur þær upplýsingar sem fyrir liggja vegna Covid 19 veirunnar. Á blaðamannafundi sem haldinn var klukkan 11:00 í dag kom fram að loka ætti framhalds- og háskólum um allt land en ekki grunnskólum. Við stjórnendur erum byrjaðar undirbúning frekari aðgerða, t.a.m. ef loka þurfi skólanum.  Áfram verðum við á tánum og upplýsum ykkur eins fljótt og auðið er. Nánari upplýsingar um aðgerðir Stykkishólmsbæjar má finna á eftirfarandi slóð:https://www.stykkisholmur.is/frettir/stok-frett/2020/03/13/Upplysingasida-Stykkisholmsbaejar-vegna-COVID-19-koronaveirunnar/ 
 
Þá höfum upplýst ykkur um að búið er að fresta Stóru upplestrarkeppninni og ákveða að senda ekki lið í Skólahreysti. Þá mun Biskup Íslands ekki koma í fyrirhugaða heimsókn í skólann.  
 
9. bekkur lauk samræmdum könnunarprófum í vikunni. Fyrirlögn þeirra gekk vel. Þá kom Dagný Rún Þorgrímsdóttir í 8. og 10. bekk og fjallaði um ADHD og sína upplifun af því að greinast með ADHD. Að lokum fengum við skákkennara frá Skáksambandi Íslands. Nemendur í 5., 6. og 7. gátu valið að fara í skákkennslu í sköpun sem og nemendur í 8. og 10. bekk.  
 
Góða helgi  
 
Berglind og Lilja Írena