Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 
 
Þá er undarlegustu viku skólaársins lokið svo ekki sé meira sagt. Við höfum upplýst ykkur jafn óðum um þær breytingar sem við höfum gert og munum því ekki málalengja það neitt frekar. En við viljum þakka ykkur fyrir að verða við beiðni okkar að fylgjast vel með en þar að auki höfum við fundið stuðning ykkar sem er dýrmætt þegar afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar. 
 
Dagurinn í dag með sjö skóla fyrirkomulaginu hefur gengið vel. Þá gengur fjarnám unglingastigsins einnig vel. Við stjórnendur erum mjög ánægðar með hversu lausnamiðað starfsfólk við höfum. 
 
Vonandi verður helgin ykkur góð, 
 
Lilja Írena og  Berglind