Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 
 
Því verður ekki neitað að vikan í skólanum hefur verið svolítið skrítin en allt hefur gengið ótrúlega vel. Þá nemendur sem ég fæ að hitta (vegna þess að við höfum hólfað skólann niður fyrir bekkina) eru virkilega vel stemmdir og í morgun varð ég vör við mikla gleði. Það er gott að missa hana ekki og það sérstaklega á þessum tímum.  
 
Við sendum ykkur bréf í vikunni frá sóttvarnarlækni. Þar er ítrekað mikilvægi þess að nemendur sæki skóla. Það má segja að það hafi verið að einhverju leyti þvert á það sem við höfum gengið út frá. Það er að segja okkur finnst mikilvægt að þið foreldrarnir hafið síðasta orðið í þeim efnum.  
 
Næsta vika er svo síðasta vikan okkar fyrir páskaleyfi. Það verður að öllum líkindum kærkomið hjá mörgum.  
 
Njótið helgarinnar  
 
Berglind og Lilja Írena