Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir

Þá er enn ein vel heppnuð vika að baki í skólanum. Undirbúningur fyrir árshátíð hefur staðið yfir í nokkurn tíma og er að ná hámarki. Hátíðin verður miðvikudaginn 14. mars fyrir 1. - 6. bekk og fimmtudaginn 15. mars fyrir 7. - 10. bekk. Við munum senda frá okkur nánari upplýsingar þegar nær dregur.

7. bekkur kom heim úr skíðaferð frá Dalvík á miðvikudaginn. Ferðin gekk mjög vel, veðrið gott og krakkarnir ánægðir.

Í næstu viku mun 9. bekkur taka samræmd próf í íslensku, stærðfræði og ensku.

Í síðustu viku var frábært 5 mínútna innslag í Kastljósi um hvernig við getum aukið læsi, við viljum hvetja ykkur til að horfa á það. Viðmælandinn var Baldur Sigurðsson forseti kennaradeildar HÍ. Hérna er krækja inn á þáttinn: http://www.ruv.is/spila/klippa/hvernig-aukum-vid-laesi

Góða Júróvísion og Nettómótshelgi
Berglind og Lilja Írena