Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir

Eins og kom fram í síðasta vikupósti styttist óðum í skólaslit. Í anda nýs námsmats verður ekki hefðbundin próftafla hjá 7. - 9. bekk heldur eru nemendur að taka minni próf og vinna verkefni allan veturinn. Hins vegar verða tveir prófdagar hjá 10. bekk, fimmtudaginn 24. maí og föstudaginn 25. maí. Próftaflan hefur verið send á þau og einnig er hún komin inn á heimasíðu skólans.

Við viljum vekja athygli ykkar á því að næstkomandi mánudag verður annar í hvítasunnu sem er frídagur og því verða eingöngu fjórir skóladagar í næstu viku.

Njótið þessarar löngu helgar
Berglind og Lilja Írena