Vikupóstur

Kæru vinir 
 
Enn stendur lestrarátakið yfir. Fyrir hverjar fimm lesnar mínútur fer ein poppbaun í krús. Keppni er milli bekkja hverjir safna flestum baunum. 21. febrúar verður popphátíð og verða baunirnar þá poppaðar og haldið upp á árangurinn. Allt er þetta liður í að bæta lestrarhæfni nemenda. 
 
8. bekkur er búinn að hafa það gott á Laugarvatni í þessari viku í ungmennabúðum UMFÍ.  
 
Lilja Írena og Berglind