Viðburðir vegna Júlíönuhátíðar

Alls kyns viðburðir voru í tengslum við Júlíönuhátíð í dag. Í morgun lásu nemendur í 7. - 10. bekk upp sögur sem voru afrakstur vinnu Hildar Knútsdóttur rithöfundar. Þá lásu tveir nemendur í 7. bekk upp fyrir heimilisfólk á Dvalarheimilinu. Að lokum opnaði sýningin Fjölbreytileiki lífsins sem eru verk nemenda í 1. - 5. bekk í Skipavíkurbúð.