Nemendum í 7. - 10. bekk var boðið upp á fyrirlesturinn "Vertu næs" í morgun á vegum Rauða kross Íslands. Fyrirlesturinn hvetur fólk til að líta í eigin barm, skoða hvernig það kemur fram við fólk sem hefur annan bakgrunn, annað litaraft eða aðra trú en það sjálft og athuga hvort það getur gert betur.