Veðurfræði í 4. bekk

4. bekkur hefur síðustu daga verið að kynna sér veðurfræði. Eins og margir vita þá er elsta veðurathugnarstöðin á Íslandi í Stykkishólmi, hefur hún verið starfrækt óslitið frá árinu 1845 þegar Árni Thorlacius kaupmaður hóf þar veðurathuganir. Hún er jafnframt sú 13. elsta í heiminum.

Í morgun fórum við í heimsókn til þeirra hjóna, Þrastar Auðunssonar og Wiolettu Maszota. Þau sjá um að taka veðrið hér í Stykkishólmi og senda upplýsingar áfram til Veðurstofu Íslands. Við fengum að sjá hvað leynist í veðurkofanum og hvaða hlutverki mælarnir sem þar eru gegna. Allir veðurkofar í heiminum eru eins og snúa allir í sömu átt, norður. Fengum við líka fræðslu um það hvernig úrkomumælirinn virkar, hvernig snjódýpt er mæld og hvernig lesið er í skýin. Þetta var skemmtileg og fróðleg heimsókn og þökkum við þeim hjónum fyrir höfðingjlegar möttökur.