UT-valhópur í heimsókn á dvalarheimilinu

Í gær fóru nemendur úr upplýsingatækni-valhópnum á dvalarheimilið og kenndu heimilisfólki á spjaldtölvur. Heimilisfólkið tók vel á móti nemendum og úr varð hin notalegasta stund þar sem kynslóðabilið var brúað.