Upplýsingar vegna COVID 19

Upplýsingar vegna COVID-19 
 
Til foreldra 
 
Kæru foreldrar og forráðamenn nemenda í 1. ? 7. bekk 
 
Ákveðið hefur verið að nemendur í 1. ? 7. bekk munu halda áfram að mæta samkvæmt stundaskrá í skólann. Markmið okkar er að halda skólastarfi áfram í anda gleði, samvinnu og sjálfstæðis en fækka öllum sameiginlegum snertiflötum nemenda ásamt því að koma í veg fyrir að þau hitti nemendur úr öðrum bekkjum.  
 
Stundatafla 
 
Stundatöflur munu nokkurn vegin halda sér. 
 
Allar íþróttir munu fara fram utandyra og sund falla niður.  
 
Nemendur munu aðeins vera í umsjónarstofunum sínum.  
 
List- og verkgreinar verða ekki kenndar í sérgreinastofum.  
 
 
 
Nesti og hádegi 
 
Nestistímar fara fram í stofunum 
 
Ekki verður hægt að hita mat. 
 
Ekki verður hægt að fá drykki. Við biðjum því um að nemendur komi með drykki í brúsa.  
 
Leyfilegt er að koma með drykki í fernum. 
 
Aðeins verður hægt að fylla á brúsana í hádegishléi og sér skólaliði um það.  
 
Ekki verða drykkir í boði með hádegisverðinum nema komið sé með að heiman. 
 
Hægt er að segja upp mataráskrift og tekur hún þegar gildi og falla þá greiðslur niður. 
 
 
 
Útivera 
 
Frímínútur falla niður en nemendur munu fá útiveru á hverjum degi með sínum kennara. 
 
Mikilvægt að allir mæti alla daga klæddir eftir veðri. 
 
 
 
Upphaf og lok skóladags 
 
Nemendur mæta um mismunandi innganga, það er mjög mikilvægt: 
 
Svefneyjar (1. bekkjar stofa)Þvo sér í Svefneyjum (1. bekkjar stofa) 
 
Flæðisker (myndlistarstofa)Þvo sér í Flæðiskeri (myndlistarstofa) 
 
Bókasafn (aðalinngangur bókasafns)Þvo sér á bókasafni  
 
Anddyri (hægri fataklefi)Þvo sér í Bíldsey 
 
Stykkið (gengið inn bak við skólann)Þvo sér í Elliðaey 
 
Anddyri (vinstri fataklefi)Þvo sér í Fagurey 
 
Lundey (heimilisfræðistofa)Þvo sér í Lundey 
 
Foreldrar 1. ? 3. bekkjar eiga að fylgja nemendum á rétta staði fyrsta daginn 
 
Skólinn opnar 8:05 stundvíslega og er tekið á móti nemendum til 8:15 og þá gengið saman upp í stofu. Ekki er hægt að koma inn fyrr en þá. 
 
Við upphaf og lok skóladags ættu nemendur að sneiða hjá því að hitta nemendur úr öðrum bekkjum.  
 
Þegar skóla er lokið á að fara strax úr skólabyggingunni  
 
Annað 
 
 
 
Þeir sem eiga pennaveski mega gjarnan koma með það. 
 
Foreldrar og aðrir gestir eru beðnir um að koma ekki inn í skólann. 
 
 
 
Regnbogaland 
 
Regnbogaland mun loka fyrr svo hægt sé að gæta að fyllsta hreinlæti og sótthreinsa snertifleti og leikföng. 
 
Allir þurfa að koma með nesti fyrir síðdegishressingu. 
 
Bekkirnir eru í sinni umsjónarstofu, einn starfsmaður með hvern bekk.  
 
Ef starfsmaður forfallast er 3. bekkur sendur heim.  
 
Leikföng tekin með í hverja stofu.  
 
Foreldrar koma ekki upp, dagurinn endar úti. 
 
3. bekkur fer 15:10. 
 
2. bekkur fer 15:20. 
 
1. bekkur fer 15:30. 
 
Hægt er að segja upp vistun í Regnbogaladi og tekur hún þegar gildi og falla þá greiðslur niður. 
 
Með góðri kveðju, 
 
Berglind og Lilja Írena 
 
 
Kæru foreldrar og forráðamenn nemenda í 8. ? 10. bekk 
 
Nemendur í 8. ? 10. bekk munu sinna fjarnámi fram að páskaleyfi. Þeir eiga að mæta á morgun, þriðjudag, á bókasafn á eftirfarandi tímum til að fara yfir fyrirkomulagið: 
 
8. bekkur 8:30 
 
9. bekkur 9:30 
 
10. bekkur 10:30 
 
Nemendur eru beðnir um að nota innganginn á bókasafninu. 
 
Hægt er að segja upp mataráskrift og tekur hún þegar gildi og falla þá greiðslur niður.