Upplestrarkeppni 7.bekkjar

Fulltrúar skólans ásamt dómurum
Fulltrúar skólans ásamt dómurum

Fulltrúar skólans fyrir Stóru upplestrarkeppnina voru valdir í dag. Nemendur lásu upp textabrot og ljóð að eigin vali.
Á skólaárinu hafa nemendur verið að æfa sig fyrir keppnina og tóku allir nemendur bekkjarins þátt. Allir stóðu sig mjög vel og eiga hrós skilið fyrir sína þátttöku.

Dómarar keppninnar voru Steinunn María Þórsdóttir, Ásdís Árnadóttir og Gísli Sveinn Grétarsson. Dómarar völdu þrjá fulltrúa og einn varamann fyrir lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Snæfellsnesi sem haldin verður hér á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi 8.maí.

Fulltrúar skólans verða
Davíð Ágúst Árnason
Birna Maren Dagsdóttir
Gerður Nönnu og Hjaltadóttir
Til vara Kristín Edda Stefánsdóttir