Unnið með maísbaunirnar úr lestrarátakinu

Í tilefni Dags stærðfræðinnar unnu nemendur í 1. - 5. bekk með maísbaunirnar sem þau unnu sér inni í lestrarátakinu. 1. - 3. bekkur tóku sig til og töldu allar baunirnar og komust að því að þær voru 12.747 talsins. 4. og 5. bekkur reiknuðu út að alls voru lesnar 63.735 mínútur sem gera 440 mínútur á hvern nemanda skólans. Þess má geta að 440 mínútur eru 7,3 klukkustundir. Við erum mjög ánægð með nemendur okkar og vonum að þau haldi áfram á sömu braut.