Ungar söngkonur úr Hólminum hrepptu 1. og 2. sæti í SamVest

Þriðjudaginn 29. mars sl. fór fram félagsmiðstöðvamótið SamVest 2022 í Hjálmakletti, Borgarnesi eftir tveggja ára hlé. Viðburðurinn hófst að venju með söngkeppni þar sem níu keppendur af öllu Vesturlandi stigu á svið og kepptu fyrir hönd sinna félagsmiðstöðva.

Félagsmiðstöðin X-ið tefldi fram tveimur keppendum að þessu sinni, þeim Helgu Sóley Ásgeirsdóttur nemanda í 9. bekk og Emblu Rós Elvarsdóttur nemanda í 8 bekk.  Þessar ungu söngkonur úr Hólminum komu sáu og sigruðu og hrepptu tvö efstu sætin í keppninni. Helga Sóley söng sig í 1. sætið og Embla Rós í 2. sætið. Glæsilegur árangur hjá þeim báðum sem við óskum þeim hjartanlega til hamingju með. Helga Sóley mun svo taka þátt, fyrir hönd félagsmiðstöðva á Vesturland, í Söngkeppni Samfés sem fram fer 30. apríl nk.

Embla Rós     -     Helga Sóley