Til foreldra og forráðamanna skólabarna Grunnskólans í Stykkishólmi.

Til foreldra og forráðamanna skólabarna Grunnskólans í Stykkishólmi.

  

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt að auka hlutdeild skólans í kostnaði við námsgögn. Því mun skólinn sjá um sameiginleg innkaup kennslugagna eftir nánari ákvörðun skólastjóra. Um er að ræða allar námsbækur, pappír, stílabækur, reikningsbækur, öll ritföng, vasareikni og skýrslublöð sem skólastjóri ákveður að sé notað til kennslu í gunnskólanum. Ekki er um að ræða íþróttafatnað eða skólatöskur. Skólinn mun kynna þessa ákvörðun nánar svo sem hvað af námsgögnum má taka með sér heim að loknum skóladegi.

 

Með góðri kveðju,

 

Sturla Böðvarsson

Bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar

sturla@stykkisholmur.is

Ráðhúsinu

Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmur

433 8100