Þér er boðið!

Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn, bjóða þér að koma á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í sjöunda bekk grunnskóla Snæfellsness
skólaárið 2016-2017.
Okkur þætti vænt um ef þú sæir þér fært að mæta á lokahátíð sem haldin verður

í Stykkishólmskirkju þann 23. mars kl. 18:00.
Gestir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Á hátíðinni munu nemendur í sjöunda bekk, sem valdir hafa verið úr skólum byggðarlaganna, lesa brot úr skáldverki og ljóði. Að lokum mun dómnefnd velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun. Auk þess koma fram ungir hljóðfæraleikarar og aðrir ungir listamenn. Áætlað er að athöfnin standi í um tvær klukkustundir
með hléi.

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga og grunnskólarnir á Snæfellsnesi