Sýning á listaverkum nemenda

HAUSTVINDAR

Sýning á listaverkum nemenda sem haldin er í Skipavíkurbúðinnidagana 17.09 - 23.09.2019 

Listaverkin sem hér eru til sýnis voru búin til í ?Sköpun yngri? í Grunnskólanum íStykkishólmi. Sköpun var eitt þeirra þróunarverkefna sem varð fyrir valinu hjá Sprotasjóðiþetta skólaárið, með áherslu á aukið samstarf skólanna í Stykkishólmi. Í Sköpun yngri eruallir nemendur 1.- 4. bekkjar GSS. Undir þessari yfirskrift, ?Haustvindar? unnu að þessu sinni2.- 4. bekkur í blönduðum hópum að verkefnum tengdum myndlist, myndbandagerð ogýmsum kubbum. Elstu börn leikskólans unnu ásamt nemendum 1. bekkjar tví- og þrívíð verkþar sem vefnaður og útsaumur spilaði stórt hlutverk. Þau sóttu sér m.a. efnivið ískógræktina og skemmtu sér vel í ferlinu.