Í gær fór fram lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í Ólafsvíkurkirkju. Fyrir hönd skólans kepptu Gestur Alexander Baldursson, Selma Emilsdóttir og Ingigerður Sól Hjartardóttir. Varamaður þeirra var Veronika Ósk Þrastardóttir. Þau stóðu sig með prýði.
Fyrsta sætið hlaut Silvía Dís Sigurðardóttir frá Grunnskóla Snæfellsbæjar, annað sætið Ingigerður Sól Hjartardóttir og þriðja sætið Kolbrún Líf Jónsdóttir.