Sköpun yngri

Föstudaginn 26.apríl s.l. fékk hluti af Sköpun yngri góðan gest í heimsókn. Fúsi sem er verkstjóri hjá Þórsnesi kom með þorsk sem hann skar í sundur á alla kanta, flakaði og roðfletti. Auk þess fylgdu sýningunni inniyfli sem nemendur fengu að skoða og handfjatla við misgóðar undirtektir. Tilefnið var nýtt þema hjá Sköpun sem við köllum Hafið. Í framhaldinu tökum við þátt í strandhreinsun og vindum okkur í kjölfarið í skapandi vinnu undir áhrifum hafsins og lífríki þess. Efniviður er fjölbreyttur t.d. leir, textíll, litir, skapandi skrif o.fl., og fengu nemendur í upphafi tímabilsins að velja sér með hvað þeir vildu vinna.
 
Við þökkum Fúsa kærlega fyrir komuna. Það er ómetanlegt að fá heimsókn sem þessa í skólann sem eflir vitund nemenda um atvinnulífið í Hólminum.