Síðastliðnar 4 vikur hafa nemendur í 1.-4.bekk unnið þemaverkefni tengt eldi og ís í sköpun. Byrjað var á því að heimsækja eldfjallasafnið og vatnasafnið þar sem nemendur fengu stutta kynningu á þeim. Í smiðjum fengu nemendur nokkuð frjálsar hendur um útfærslu og urðu til hin ýmsu fyrirbæri tengd eldi og ís, tilraunir og tækni voru í hávegum höfð í einni smiðjunni auk þess sem hópur vann með tónlist tengda efninu. Það eru myndur úr smiðjunum í myndasafninu.