Sköpun

Í haust var farið af stað með nýtt valfag sem heitir Sköpun. Þar eru 1.-4. bekkur saman með listgreinakennurum og umsjónakennurum. Fagið gengur útá þemavinnu, börnin fá að velja sér hvernig þau vilja vinna með þemað hverju sinni. Í fyrstu skólavikunni fórum við í fjöruna, tilgangurinn með svona vettvangsferðum er að kveikja á hugmyndum og fá tækifæri á að skapa sitt umhverfi í náttúrinni. Markmið áfangans er að þjálfa börnin í hugmyndavinnu, prófa og læra af mistökum. Það eru fleiri myndir frá fjöruferðinni í myndasafninu.