Skólaþing Alþingis

Fljótlega eftir páskafrí stefna nemendur 10.bekkjar á skólaþing Alþingis, þar sem nemendur fá tækifæri til þess að setja sig í spor þingmanna með því að leiða fyrir fram ákveðin málefni og meta rök sérfræðinga. Nemendur eiga að komast að lýðræðislegri niðurstöður með því að hlusta á og meta rök og álit annarra og skiptast á skoðunum.
 
Síðustu vikur hafa nemendur verið að undirbúa sig fyrir skólaþingið með því að kynna sér málefni flokkanna (H, O og L) hér í bænum. Nemendur lásu yfir stefnuskrár flokkanna, ræddu og rökræddu og pikkuðum út það sem þeim fannst mikilvægast, m.a. að vinna að fegrun bæjarins, gera úttekt á aðgengi fatlaðs fólk, framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina, uppbygging gamla bíóhússins, skólalóðin, tónlistarskólinn, fjölgun flotbryggja og fegrun og tiltekt við Skipavíkurhöfn. 
 
Á meðan á þessari vinnu stóð kom upp sú hugmynd að fá fulltrúa frá flokkunum í heimsókn til þess að svara spurningum um þau málefni sem nemendur höfðu áhuga á. Í heimsókn komu Lárus frá L-listanum, Gunnlaugur frá H-listanum og Haukur frá O-listanum. Nemendur höfðu undirbúið heimsóknina nokkuð vel og höfðu m.a. gert myndbönd, tekið ljósmyndir og undirbúið spurningar. Eins og alltaf þá hljóp tíminn frá okkur en skemmtilegar umræður mynduðust og stóðu bæði nemendur og fulltrúar flokkanna sig mjög vel.