Skólaslit Grunnskólans í Stykkishólmi

Grunnskólanum í Stykkishólmi var slitið síðasta miðvikudag 5. júní.

Útskrifaðir voru 19 nemendur úr 10. bekk og 14 nemendur boðnir velkomnir í næstkomandi 1. bekk. Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og fyrir störf að félagsmálum. 

Skólinn verður settur þann 22. ágúst 2019. Hlökkum til að hitta alla hressa og káta. 

Með von um ánægjulegt sumarfrí