Mikið var nú gaman að hitta alla í dag og rosalega hafa allir stækkað í sumar.
Við fórum yfir nokkur praktísk atriði með nemendum og minntum alla á að það þarf að virða vinnusvæðið á skólalóðinni og þær breytingar sem verða með nýjum rýmum.
Atli Héðinn, nemandi í 1.bekk tók við lyklinum að skólaárinu og ætla allir í 1.b bekk að passa vel upp á lykilinn og þau lofa að skila honum í vor svo við getum læst skólanum þegar allir fara í sumarfrí.
Dagurinn í dag einkenndist af gleði og tilhlökkun og hlökkum við öll til þess að takast á við fjölbreytt verkefni á skólaárinu.
Velkomin - Nýtt skólaár - Ný markmið - Nú tækifæri